Viðhorf ungs fólks til pólitískrar þátttöku
Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf ungmenna til pólitískrar þátttöku, annars vegar félagslegrar þátttöku, eins og að vernda umhverfið og vinna að mannréttindum, og hins vegar stjórnmálaþátttöku, eins og að kjósa og ganga í stjórnmálaflokk. Viðhorf ungmennanna er athugað í tengslum við skiln...
Saved in:
Published in: | Stjórnmál og stjórnsýsla Vol. 13; no. 2; pp. 287 - 310 |
---|---|
Main Authors: | , |
Format: | Journal Article |
Language: | English |
Published: |
14-12-2017
|
Online Access: | Get full text |
Tags: |
Add Tag
No Tags, Be the first to tag this record!
|
Summary: | Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf ungmenna til pólitískrar þátttöku, annars vegar félagslegrar þátttöku, eins og að vernda umhverfið og vinna að mannréttindum, og hins vegar stjórnmálaþátttöku, eins og að kjósa og ganga í stjórnmálaflokk. Viðhorf ungmennanna er athugað í tengslum við skilning þeirra á lýðræði og samhygð þeirra; stuðning foreldra og bæði þeirra eigin þátttöku og foreldra þeirra í félags- og stjórnmálastarfi. Rannsóknin er hluti rannsóknarverkefnisins „Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi“. Þátttakendur voru 14 og 18 ára ungmenni, alls 1042 talsins. Spurningalistar voru lagðir fyrir þau og viðtöl tekin við 21 ungmenni.
Nokkuð ólíkar niðurstöður komu fram eftir því hvort pólitísk þátttaka var af félagslegum eða stjórnmálalegum toga. Hærra hlutfall ungmennanna lagði áherslu á félagslega þátttöku fólks en stjórnmálaþátttöku. Eftir því sem skilningur ungmennanna á lýðræði var meiri og samhygð ríkari þeim mun líklegri voru þau til að telja félagslega þátttöku fólks mikilvæga. Sama átti við um þau sem upplifðu meiri stuðning foreldra sinna og ef þau og foreldrar þeirra höfðu tekið þátt í sjálfboðnu félagsstarfi. Færri þættir tengdust viðhorfi til stjórnmálaþátttöku. Stúlkur, sem töldu atriði sem einkenna lýðræði mikilvæg, og eins þau ungmenni, sem áttu foreldra sem tóku þátt í stjórnmálastarfi, höfðu jákvæðara viðhorf til stjórnmálaþátttöku.
Í viðtölunum kom fram að ungmennin töldu félagslega þátttöku mikilvæga leið til að láta rödd sína heyrast, vera virk og hafa áhrif á samfélagsleg mál. Skortur á trausti á stjórnvöldum drægi úr stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Þau kölluðu jafnframt eftir kynningu á leiðum og vettvangi til þátttöku. |
---|---|
ISSN: | 1670-6803 1670-679X |
DOI: | 10.13177/irpa.a.2017.13.2.6 |